Um Okkur
Hver erum við?
Fjallahjólaleiðir á Ísafirði hafa verið byggðar áhugasömum hjólurum sem þráðu ekkert heitar en aðgengi að fjallahjólastígum í Ísafjarðarbæ. Ekki er mikið um göngustíga á Vestfjörðum og því var ekkert annað í stöðunni að sækja um leyfi til stígagerðar og hefjast handa við að færa til grjót og búa til stíga.
Eftir tvö ár af handmokstri var ákveðið að tímabært væri að stofna kennitölu og svo hægt væri að setja skóflur, orf, möl og annað kostnað sem fellur til við stígauppbyggingu í reikning. Úr varð að hjólreiðadeild var stofnuð undir Vestra enda einnig mikilvægt að hlúa að uppbyggingu og fá nýtt og ferskt fólk inn samhliða stígauppbyggingu.
MTB Isafjordur er opnuð sumarið 2022. Tilgangurinn með þessari síðu er að gera aðgengi að upplýsingar að fjallahjólaleiðum bæjarins aðgengilegra í von um að fleiri nýti sér þær heilsubótar
Uppsetning á síðunni mtbIsafjordur er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Helstu styrkaraðilar
Uppbygging á stígum hefði aldrei gengið svona vel ef þessar ofvirku moksturs manneskjur hefðu ekki stuðning frá fyrirtækjum í bænum við kaup á tólum og tækjum til stígagerðar.
- HG
- Jakob Valgeir
- Rörás (Grafa)
- Orkubú Vestfjarða
- Hótel Ísafjörður
- Dokkan
- Kubbur
- Ísafjarðarbær
- RetroMedia
Vestfjarðalingó /Staðhættir
Það er alltaf gott að vera örlítið kunnugur staðháttum þegar hitt er á heimamenn.
- Uppá dal (Seljalandsdal) inn í Tungudal
- Á helginni (lau+sun) / um helgina (fös, lau, sun jafnv mán)
- Uppá heiði (Botns og Breiðadalsheiði)
- Brúarnesti (Gamalt sjoppustæði við brúna ínn Skóg) Stætóskýli
- Inn í Skóg (Sumarbústaðaland /Tjaldsvæði)
- Vegamót, (Vegamót Botns og Breiðadalsheiði)
- Grænigarður svæðið við hjólagarðinn