Tungan
Liggur meðfram Tunguánni, best er að komast að leiðinni frá Heiðinni, þá er tekin vinstri beygja að ánni. Leiðinn að ánni liggur í skemmtilegum beygjum í „moldar“ bökkum. Leiðinn verður svo örlítið gríttari og lausari þegar neðar dregur. Það er ekki að ástæðulausu að bæjarstjórinn (Arna Lára) kallar brekkuna að ánni Rolling Stons því á vorin leitar leysingavatn niður með stígnum og á það til að taka með sér fíngerðustu mölina. Eftir brekkuna er stefnt yfir Tunguána*. Hjólað er svo niður í gegnum barnabrekkuna í Tungudalnum. Ef vel er að gáð má finna óljósan einstíga á vinstri hönd sem liggur í gegnum birkikjarrið rétt fyrir neðan nesta lyftustaur Sandfellslyftunnar. Ef mikið er í Tunguánni er hægt að beygja útúr leiðinni til hægri fyrir ofan Rolling stons brekkuna og þvera Þverána í staðinn.
Biðjum hjólara að njóta þess að taka beygjurnar (Ekki skera hornin) til þess að leiðin haldi sjarma.
Skemmtileg staðreynd: Á Ísafirði leynast líklega flest leynileg Rolling Stons söfn landsins.