Hnífar
Aðkoma: hægt að koma inn í leiðina frá Heiðinni eða Skotanum.
Hnífarnir eru fyrsta hjólaleiðin sem lögð var á Ísafirði. Kominn var vísir að stuttri braut með pöllum við Dyngju. 2015 tóku nýfluttir Ísfirðingar við keflinu undir forystu Ólivers, brautin hægt og rólega lengd upp á Hnífa og niður í skóg.
Hnífarnir eru frekar grýttir á kafla og hafa þar af leiðandi ekki verið mjög vinsælir hjá fólki sem er nýtt á fjallahjóli.
Kennileiti: Steinn/drop, Arnaldsbeygjan, Grýtt hlíð, Battar, Brún, Beygjur fyrir ofan Dyngju (Dyngja er A laga skátaskálinn)