BUNAN
Aðkoma. Farið er frá bílaplaninu á Seljalandsdal og upp á þjónustuveg upp á Sandfellið. Fyrir ofan efsta lyfturstaur liggur upphjólaslóði. Honum er fylgt upp að hæsta punkt.
Frá hæsta punkti liggur leiðin niður að Bunánni. Við mælum með að skipta yfir í léttari gír áður en lagt er af stað yfir ána. Við biðjum fólk að fara varlega þegar það fer yfir ána sérstaklega þegar það er eitt á ferð en dæmi er um að legið hafi við slysi í ánni. Þegar komið yfir ána fer leiðin niður hlykkjóttan slóða og yfir nokkrar klappir. Leiðin endar við Skíðaskálann á Seljalandsdal.