Heiðin

Til þess að komast að Hnífunum var brautin Heiðin lögð niður af Botnsheiðinni 

Aðkoma: Keyrt upp  Dagverðardal upp á Botns og Breiðadalsheiði og beygt til vinstri  inná Botnsheiðina þegar komið er að vegamótum. Það þarf að keyra dágóðan spotta inn Botnsheiðina en upphaf leiðarinnar er enn sem komið er merkt með staur. Gott er að leggja við vegamótin og hjóla að upphafi leiðar. 

Leiðarlýsing: Byrjar með nokkrum hólum og hæðum og svo er einn lítill stökk steinn sem hægt er að rúlla yfir. Hægt er að fara hægra megin við hann ef ekki er vilji til að fara yfir hann. Leiðin heldur áfram yfir grýtt landslag sem heldur manni við efnið þar til að komið er að Vörðunni. Frá vörðunni liggur línan að mýrlendi og yfir mýrlendi niður á flata með stórum steini þar til að komið er að frekar grýttri hlíð með litlum halla þar til að komið er niður á nýja slettu þar sem hægt að að velja að fara til vinstri niður Tunguna eða til hægri inná Hnífana. 

Þessi leið hefur étið töluvert af slöngum bæði í fram og afturgjörðum. 

Nokkur skemmtileg kennileiti, Raninn,Klaufin, Klóinn, Varðan, Mýrin, 

Heiðin - Hnífar/Tungan on Trailforks.com
is_ISIcelandic