Ungdúró Ísafjörður
Unduro Ísafjörður Skráning hér
Ungduro er enduro keppni fyrir alla krakka og unglinga og verður haldin á Ísafirði laugardaginn 18. júní 2022. Keppnin hefst kl 15:00 og brautarskoðun er kl 11:00.
Þátttökugjaldið er 2.000 kr. Opið er fyrir skráningu lýkur á miðvikudag 15.júní.
ATH! Greiðsla þátttökugjalda fer í gegnum greiðslukerfi Fossavatnsgöngunar.
Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Tímataka er á þessum sérleiðum en ekki á milli þeirra þar sem þátttakendum gefst tími til að spjalla og kynnast öðrum þátttakendum. Við áætlum að vera með u.þ.b. þrjár til fjórar sérleiðir og er það samanlagður tími keppenda úr þeim sem gildir.